Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 25. apríl 2018 20:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sol Campbell vill sjá Bergkamp og Vieira taka við
Vieira og Bergkamp eru báðir fyrrum leikmenn Arsenal.
Vieira og Bergkamp eru báðir fyrrum leikmenn Arsenal.
Mynd: Getty Images
Mikið er rætt og skrifað um það hver eigi að taka við Arsenal þegar Arsene Wenger hættir eftir tímabilið. Sol Campbell, fyrrum varnarmaður liðsins, hefur skoðun á þessu.

„Þeir ættu að fá einhvern sem þekkir Arsenal, einhvern sem hefur spilað fyrir félagið og hefur reynslu að þjálfun," sagði Campbell, sem hefur verið að leita sér að þjálfarastarfi, við football.london.

„Mikel Arteta er hjá Manchester City og hefur fengið frábæra reynslu þar, en að mínu mati væri Patrick Vieira fullkominn og hann er góður vinur Dennis Bergkamp. Þeir tveir saman við stjórnvölinn gætu náð góðum árangri með Arsenal."

„Fáið einhvern sem hefur áður staðið sig vel fyrir Arsenal. Annar eru Carlo Ancelotti, Allegri og Löw góðir kostir."

Vieira og Bergkamp eru báðir fyrrum leikmenn Arsenal, Vieira var lengi fyrirliði en hann er í dag þjálfari New York City FC í Bandaríkjunum. Bergkamp er án starfs eftir að hafa verið rekinn frá Ajax í desember síðastliðnum. Hann var í þjálfaraliði Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner