banner
   mið 25. apríl 2018 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zaha útskýrir hvers vegna dvöl hans hjá United mislukkaðist
Zaha átti ekki sjö daganna sæla hjá Man Utd.
Zaha átti ekki sjö daganna sæla hjá Man Utd.
Mynd: Getty Images
„Ég var bara unglingur sem vildi leika listir mínar með fótboltann, mér var sama hvað gerðist eftir það," segir Wilfried Zaha, besti leikmaður Crystal Palace um það hvers vegna dvöl hans hjá Manchester United mislukkaðist á sínum tíma.

Zaha fór tvítugur til Manchester United en náði ekki að heilla menn þar á bæ. Ári seinna var hann kominn aftur heim til Crystal Palace þar sem hann er enn í dag.

Zaha er besti leikmaður Palace og sumir vilja meina að hann sé besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar, utan topp sex liðanna.

Í viðtali við Sky Sports útskýrir það hvers vegna hlutirnir gengu ekki upp er hann var hjá United.

„Ég var 19 ára eða tvítugur að fara í risastórt félag. Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast, hvernig ég ætti að haga mér eða neitt. Nú er meiri alvara í því sem ég tek mér fyrir hendur, ég hef lært mikið."

„Ég er mjög breyttur núna. Ég hef þroskast og er með breiðara bak. Ég varð að vera andlega sterkur eftir það sem ég gekk í gegnum hjá Man Utd," segir Zaha.

„Fótbolti snýst mikið um andlegu hliðina. Þegar þú ert búinn að ná tökum á henni, þá ertu góður."

Sjá einnig:
Zaha: Sé mig ekki spila annars staðar
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner