Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. maí 2015 19:07
Ívan Guðjón Baldursson
1. deild kvenna: Erna Birgis gerði fernu
Erna Birgisdóttir gerði fjögur mörk fyrir Álftanes í fyrstu umferðinni.
Erna Birgisdóttir gerði fjögur mörk fyrir Álftanes í fyrstu umferðinni.
Mynd: Sigrún Eir
Fimm leikir voru spilaðir í fyrstu umferð 1. deildar kvenna í dag þar sem 19 mörk voru skoruð.

Haukar stjórnuðu leiknum gegn sameinuðu liði ÍR/BÍ/Bolungarvíkur en náðu ekki að brjóta ísinn fyrr en Eydís Lilja Eysteinsdóttir skoraði á 87. mínútu.

HK/Víkingur lenti ekki í vandræðum með Keflvíkinga og þá skoraði Erna Birgisdóttir fernu fyrir Álftanes gegn Hvíta riddaranum.

Grindavík rétt marði Fjölni í jöfnum leik og Fram lagði Ólafsvíkinga örugglega af velli.

1. deild kvenna - A-riðill:
Haukar 2 - 0 ÍR/BÍ/Bolungarvík
1-0 Eydís Lilja Eysteinsdóttir ('87)
2-0 Rut Kristjánsdóttir ('92)

HK/Víkingur 5 - 1 Keflavík
1-0 Elma Lára Auðunsdóttir ('10)
2-0 Ragnheiður Bjarnadóttir ('31)
3-0 Eyvör Halla Jónsdóttir ('40)
4-0 Hlín Gunnlaugsdóttir ('50)
5-0 Milena Pesic ('65)
5-1 Marín Rún Guðmundsdóttir ('82)

1. deild kvenna - B-riðill:
Grindavík 2 - 1 Fjölnir
1-0 Margrét Albertsdóttir ('4)
1-1 Hlín Heiðarsdóttir ('70)
2-1 Anna Þórunn Guðmundsdóttir ('75)

Fram 2 - 0 Víkingur Ólafsvík
1-0 Dagmar Ýr Arnardóttir ('13)
2-0 Anna Marzellíusardóttir ('71)

Hvíti riddarinn 1 - 5 Álftanes
0-1 Erna Birgisdóttir ('15)
0-2 Erna Birgisdóttir ('26)
0-3 Erna Birgisdóttir ('45)
1-3 Sigurrós Halldórsdóttir ('46)
1-4 Oddný Sigurbergsdóttir ('60)
1-5 Erna Birgisdóttir ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner