mán 25. maí 2015 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Carlo Ancelotti rekinn frá Real Madrid (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Carlo Ancelotti hefur verið rekinn úr þjálfarastöðu sinni hjá Real Madrid eftir tvö ár við stjórnvölinn.

Florentino Perez, forseti félagsins, tilkynnti þetta á fréttamannafundi fyrr í kvöld þar sem hann þakkaði Ítalanum fyrir vel unnin störf.

Ancelotti gerði góða hluti á fyrsta tímabili hjá Real þar sem hann vann Konungsbikarinn og Meistaradeildina en eftir sigra í Ofurbikar Evrópu og Heimsmeistaramóti félagsliða á þessu tímabili tókst Ancelotti ekki að vinna stóran titil og hefur nú verið rekinn.

Nýlega hafa leikmenn Real á borð við Cristiano Ronaldo og Sergio Ramos tjáð fjölmiðlum það að þeir vilji halda áfram að vinna undir stjórn Ítalans.
Athugasemdir
banner
banner
banner