banner
   mán 25. maí 2015 06:00
Magnús Már Einarsson
Jonas: Þetta félag verðskuldar að vera alltaf í úrvalsdeildinni
Jonas fagnar marki í gær.
Jonas fagnar marki í gær.
Mynd: Getty Images
Jonas Gutierrez skoraði síðara mark Newcastle í 2-0 sigrinum á West Ham í gær og gulltryggði um leið sæti liðsins í ensku úrvalsdeildinni.

Jonas var að glíma við krabbamein á síðasta ári en hann snéri aftur í lið Newcastle á nýliðnu tímabili og hann er gífurlega vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins.

„Stuðningsmennirnir, félagið og borgin verðskuldar stigin þrjú. Þetta félag verðskuldar að vera alltaf í ensku úrvalsdeildinni. #NUFC," sagði Jonas á Twitter í gær.

„Takk stuðningsmenn Newcastle. Ég er stoltur af því að vera Geordie og óska félaginu alls hins besta í framtíðinni."

Hinn 31 árs gamli Jonas er líklega á förum frá Newcastle í sumar en samningur hans við félagið er að renna út.
Athugasemdir
banner
banner
banner