Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. maí 2015 11:00
Arnar Daði Arnarsson
Kristján Gauti spáir í leiki fimmtu umferðar
Kristján Gauti í leik með FH í fyrra.
Kristján Gauti í leik með FH í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Andri Rafn hittir á stjörnuleik.
Andri Rafn hittir á stjörnuleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimmta umferð Pepsi-deildarinnar fer fram í dag og á morgun. Í dag fara fram þrír leikir og umferðin lýkur svo á morgun með þremur öðrum leikjum.

Fyrir hverja umferð fáum við spámann til að rýna í leikina og að þessu sinni er það atvinnumaðurinn, Kristján Gauti Emilsson sem leikur með NEC í Hollandi.

KR 3 - 2 ÍBV (í dag 17:00)
Eyjamenn eiga mikið inni eftir fyrstu fjórar umferðirnar. Þetta verður hörkuleikur sem ræðst á lokamínútum. Bjarni Gunnarsson skorar bæði mörk Eyjamanna en Þorsteinn Már potar inn sigurmarki.

Keflavík 1 - 1 Fylkir (í kvöld 19:15)
Keflvíkinga þyrstir í fleiri stig og leikur þeirra fer batnandi eftir því sem líður á mótið. Fylkismenn líta hinsvegar ágætlega út eftir fyrstu umferðirnar og jafntefli því niðurstaðan. Fyrrum liðsfélagarnir Hólmar Örn og Albert Brynjar skora sitthvort markið.

Valur 0 - 1 Fjölnir (í kvöld 19:15)
Fjölnir er með gríðarlega sterkan hóp og uppskera sanngjarnan sigur þar sem Ólafur Páll fer fyrir sínum mönnum og stýrir leiknum eins og herforingi. Emil Pálsson heldur áfram að spila glimrandi vel og opnar markareikninginn.

ÍA 1 - 3 Breiðablik (á morgun 19:15)
Skagamenn eru með slæmt tap á bakinu og vilja gera betur á sínum heimavelli. Það tekst því miður ekki þar sem besti leikmaður Blika, Andri Rafn Yeoman hittir á stjörnuleik.

Leiknir R. 2 - 1 Víkingur R. (á morgun 19:15)
Spútnik lið ársins fer með sigur af hólmi í þessum æsispennandi leik. Hilmar Árni skorar sigurmark heimamanna á lokamínútum leiksins.

Stjarnan 0 - 3 FH (á morgun 20:00)
Stórleikur umferðarinnar mun einkennast af öguðum varnarleik beggja liða. FH liðið mun
skora öll sín mörk úr föstum leikatriðum. Kristján Flóki skorar tvö og auðvitað mun markavélin AVB gera það sem hann gerir best af öllum.

Fyrri spámenn:
Kolbeinn Tumi Daðason (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Jóhann Ólafur Sigurðsson (3 réttir)
Egill Ploder Ottósson (2 réttir)
Athugasemdir
banner
banner
banner