Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 25. maí 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
McClaren rekinn frá Derby (Staðfest)
Steve McClaren er ekki ánægður með að hafa verið látinn fara frá Derby. Hann kom félaginu í umspilið í fyrra og það vantaði eitt stig uppá það í ár.
Steve McClaren er ekki ánægður með að hafa verið látinn fara frá Derby. Hann kom félaginu í umspilið í fyrra og það vantaði eitt stig uppá það í ár.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren er ekki lengur knattspyrnustjóri Championship-liðsins Derby County eftir erfitt tímabil þar sem liðinu vantaði eitt stig til að komast í umspilssæti.

McClaren var búinn að vera við stjórnvölinn hjá Derby síðan í september 2013 og vildi ekki yfirgefa félagið en var neyddur til þess af stjórn Derby.

Paul Clement, þjálfari hjá Real Madrid, er talinn líklegasti arftaki McClaren hjá Derby en óljóst er hvert McClaren fer.

McClaren, sem hefur meðal annars stýrt enska landsliðinu, Wolfsburg og Nottingham Forest á ferlinum, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Newcastle United.

„Ég er mjög vonsvikinn með þessa ákvörðun félagsins, sérstaklega í ljósi þess að ég hef þrisvar sinnum staðfest vilja minn til að vera áfram hjá félaginu þegar ég var orðaður við annað starf," hafði McClaren að segja um ákvörðunina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner