Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 25. maí 2015 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Skoraði magnað mark gegn Gunnari Heiðari
Mynd: Getty Images
Stefan Rodevåg skoraði magnað mark í 2-0 sigri Falkenbergs FF gegn Gunnari Heiðari Þorvaldssyni og félögum í Häcken.

Mark Rodevåg svipar mikið til frægs marks sem Hollendingurinn Marco van Basten skoraði á Evrópumóti landsliða árið 1988.

Rodevåg fékk boltann til sín á lofti og smellti honum viðstöðulaust í fjærhornið úr þröngu færi.

Gunnari Heiðari hefur ekki gengið sérlega vel með Häcken frá komu sinni til félagsins í fyrra en í síðustu leikjum virtist gengið vera að snúast við þar sem Gunnar er búinn að vera að skora og leggja upp. Gunnar hefur skorað tvö deildarmörk fyrir félagið í þrettán leikjum, en liðið er í sjöunda sæti af sextán í sænsku deildinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner