Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mán 25. maí 2015 08:00
Elvar Geir Magnússon
Pellegrini áhyggjulaus
Manuel Pellegrini.
Manuel Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Manuel Pellegrini sagði við fjölmiðla í gær eftir 2-0 sigur gegn Southampton að hann yrði áfram knattspyrnustjóri Manchester City.

„Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af minni stöðu, ég er í góðu sambandi við eigendurna og spjalla oft við þá. Þeir hugsa þetta ekki þannig að ef stjórinn vinnur ekki titilinn þá eigi að reka hann," segir Pellegrini.

City hafnaði í öðru sæti, átta stigum á eftir Englandsmeisturum Chelsea.

„Við vorum að tapa of mörgum leikjum gegn liðum í neðri hlutanum. Ég er pottþéttur á því að við munum vaxa mikið sem lið á næstu leiktíð."

Búast má við miklum breytingum á leikmannahópi City enda meðalaldurinn orðinn ansi hár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner