Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. maí 2015 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Tíu mörk í tveimur leikjum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var mikið um mörk í lokaleikjum dagsins í Pepsi-deildinni þar sem sex mörk voru skoruð á Vodafonevellinum við Hlíðarenda og fjögur á Nettóvellinum í Keflavík.

Öll sex mörkin á Hlíðarenda voru skoruð í fyrri hálfleik, þar sem Valsarar tóku á móti Fjölnismönnum.

Varnarmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson gerði fyrsta markið snemma leiks en Aron Sigurðarson jafnaði ellefu mínútum síðar með flottasta marki sumarsins, hingað til.

Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir en fjórum mínútum síðar var Baldvin Sturluson búinn að jafna fyrir heimamenn og tveimur mínútum eftir það kom danski sóknarmaðurinn Patrick Pedersen Valsörum í 3-2.

Emil Pálsson jafnaði svo fyrir gestina rétt fyrir leikhlé í besta fyrri hálfleik Íslandsmótsins til þessa. Síðari hálfleikurinn var öfugur við þann fyrri þar sem lítið sem ekkert gerðist og lokatölur 3-3.

Fylkismenn voru alltaf við stjórn í Keflavík og lentu ekki í erfiðleikum og unnu örugglega eftir markalausan fyrri hálfleik.

Andrés Már Jóhannesson kom gestunum úr Árbænum yfir og tvöfaldaði Albert Brynjar Ingason forystuna með mark úr vítaspyrnu.

Magnús Sverrir Þorsteinsson minnkaði muninn fyrir heimamenn einni mínútu eftir mark Alberts en Oddur Ingi Guðmundsson gerði endanlega út um leikinn tíu mínútum síðar eftir vandræðagang í vörn Keflvíkinga.

Valur 3 - 3 Fjölnir
1-0 Bjarni Ólafur Eiríksson ('10)
1-1 Aron Sigurðarson ('21)
1-2 Þórir Guðjónsson ('28)
2-2 Baldvin Sturluson ('32)
3-2 Patrick Pedersen ('34)
3-3 Emil Pálsson ('43)
Nánar um leikinn

Keflavík 1 - 3 Fylkir
0-1 Andrés Már Jóhannesson ('53)
0-2 Albert Brynjar Ingason ('59)
1-2 Magnús Sverrir Þorsteinsson ('60)
1-3 Oddur Ingi Guðmundsson ('70)
Nánar um leikinn
Athugasemdir
banner
banner
banner