Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 25. maí 2015 10:40
Magnús Már Einarsson
Tekur Klopp við Liverpool?
Powerade
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal.
Arturo Vidal.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og það er nóg af slúðri þaðan í dag.



Liverpool er að tilbúið að bjóða Aston Villa að fá Rickie Lambert sem hluta af kaupverðinu fyrir Christian Benteke. (Daily Mirror)

Arsenal mun kaupa Arturo Vidal frá Juventus eftir Copa America í sumar. (Daily Star)

Watford er að íhuga að láta stjórann Slavisa Jokanovic fara þrátt fyrir að hann hafi komið liðinu upp í ensku úrvalsdeildina. Quique Sanchez Flores, fyrrum þjálfari Atletico Madid og Getafe, gæti tekið við. (Daily Mail)

Louis van Gaal ætlar að fá varnarsinnaðan miðjumann til Manchester United í sumar. (Daily Express)

Everton vill fá Bakary Sako kantmann Wolves. (Sun)

Chelsea er að íhuga 20 milljóna punda tilboð í Baba Rahman varnarmann Augsburg. (Daily Star)

Slaven Bilic, þjálfari Besiktas, þykir líklegastur til að taka við West Ham. (London Evening Standard)

West Ham ætlar að reyna að fá Carlo Ancelotti til að taka við ef hann hættir hjá Real Madrid. (Daily Telegraph)

Flestir leikmenn Real Madrid vilja sjá Ancelotti halda áfram með liðið. (Marca)

Stuðullinn á að Jurgen Klopp taki við Liverpool í sumar hefur lækkað mikið eftir 6-1 tap liðsins gegn Stoke í gær. (Metro)

John Carver vonast til að halda stöðu sinni sem stjóri Newcastle. (Newcastle Chronicle)

Leicester ætlar að fá varnarmanninn Tom Thorpe þegar samningur hans við Manchester United rennur út í sumar. (Daily Express)

Alan Pardew, stjóri Crystal Palace, vill fá fjóra öfluga leikmenn til félagsins í sumar eftir að hafa endað í 10. sæti í ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mail)

Shay Given, markvörður Aston Villa, gæti misst af úrslitaleik enska bikarsins gegn Arsenal um næstu helgi vegna nára meiðsla. (Sun)

Frank Lampard segist geta spilað í tvö ár í viðbót í ensku úrvalsdeildinni en þessi 36 ára gamli miðjumaður vill núna slá í gegn í Banaríkjunum. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner