Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 25. maí 2015 15:00
Magnús Már Einarsson
Vonbrigðalið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni
Balotelli hefur floppað hjá Liverpool.
Balotelli hefur floppað hjá Liverpool.
Mynd: Getty Images
Keppni í ensku úrvalsdeildinni lauk í gær. Goal.com hefur tekið saman "vonbrigðalið tímabilsins" en liðið er skipað leikmönnum sem ollu vonbrigðum á tímabilinu.


Wojciech Szczesny markvörður Arsenal missti sæti sitt á tímabilinu eftir dapra frammistöðu. Alan Hutton var í vörn Aston Villa sem fékk á sig 57 mörk á tímabilinu.

Dejan Lovren hjá Liverpool og Eliaquim Mangala hjá Manchester City ollu báðir miklum vonbrigðum eftir að hafa verið keyptir dýrum dómi. Það sama má segja um vinstri bakvörðinn FIlipe Luis sem fékk lítið að spila hjá Chelsea.

Lazar Markovic var í basli á sínu fyrsta tímabili með Liverpool og svipaða sögu var að segja af Remy Cabella hjá Newcastle. Sandro fór niður um deild með QPR og Angel Di Maria náði sér ekki á strik hjá Manchester United eftir fína byrjun.

Það kemur væntanlega engum á óvart að Mario Balotelli fær sæti í liðinu en hann er frammi með Radamel Falcao sem skoraði lítið fyrir Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner
banner