mið 25. maí 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
4-4-2 um Ísland: Aron lykilmaður - Breiddin veikleiki
Icelandair
Aron er lykilmaður að mati 4-4-2.
Aron er lykilmaður að mati 4-4-2.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir fær ekki að stjórna tónlistinni.
Birkir fær ekki að stjórna tónlistinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enska fótboltatímaritið 4-4-2 hefur gefið út sérstakt blað í tengslum við EM í i Frakklandi í sumar.

Ein síða er tileinkuð hverju landi sem spilar á EM og hér að neðan má sjá hvað 4-4-2 segir um íslenska liðið.

Lærdómur frá undankeppninni
Ekki taka fótinn af bensíngjöfinni. Ísland missti niður tveggja marka forskot í hálfleik gegn Lettlandi og gerði 2-2 jafntefli áður en liðið tapaði gegn Tyrkjum í lokaleiknum í undankeppninni. Liðið hefur ekki efni á að slaka á núna.

Styrkleikar:
Vel skipulögð vörn liðsins hélt hreinu sex sinnum í undankeppninni, þar á meðal tvívegis gegn Hollendingum. Liðið er mjög þétt og samheldið.

Veikleikar:
Það vantar breidd. Meiðsli hjá lykilmönnum eins og Gylfa Sigurðssyni eða Jóhanni Guðmundssyni gætu eyðilagt fyrir þeim.

Líklegastur til að....
Búa til bíómynd um velgengni liðsins - Hannes Halldórsson. Markvörðurinn verður leikstjóri á Íslandi þegar hann hættir í fótbolta.

Ólíklegastur til að....
Fá að stýra tónlistinni fyrir leik er rokkarinn Birkir Sævarsson.

Það sem þeir vonast til að gerist:
Ná í stig gegn Austuríki og Ungverjalandi og enda í 2. sæti riðilsins. Sjá síðan til hvenig gengur gegn Rússlandi og Wales í 16-liða úrslitum, geta unnið báðar þjóðir.

Það sem mun gerast:
Liðið endar í 3. sæti í riðlinum og dettur út gegn Þýskalandi eða Spáni.

Lykilmaðu - Aron Einar Gunnarsson:
Gylfi Sigurðsson sér um glamúrinn og Kolbeinn Sigþórsson um mörkin en Ísland verður að vera með þétt lið til baka. Á miðjunni mun Aron Gunnarsson sjá um það.
Athugasemdir
banner
banner
banner