Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Best í 3. umferð: Jesú vildi að ég færi til Íslands
Lauren Elizabeth Hughes.
Lauren Elizabeth Hughes.
Mynd: Selfoss
Selfoss er með sex stig eftir þrjár umferðir.
Selfoss er með sex stig eftir þrjár umferðir.
Mynd: Fótbolti.net
„Það var mjög gott að ná útisigri gegn ÍA. Öll stig skipta máli og það var gott að ná sigri eftir tap í síðustu viku," segir Lauren Elizabeth Hughes, framherji Selfyssinga.

Lauren er leikmaður 3. umferðar í Pepsi-deild kvenna en hún skoraði fyrra mark liðsins og átti góðan leik í 2-0 sigri á ÍA í fyrrakvöld. Lauren er frá Bandaríkjunum en hún gekk til liðs við Selfoss fyrir tímabilið.

„Eftir lokaárið mitt í Rice háskólanum var ég að ákveða hvort ég vildi halda áfram í fótbolta eða ekki. Ég fór mikið með bænir og það var mikið af fólki í kringum mig sem sagði mér að læra betur inn á sjálfa mig og finna út af hverju ég elska fótbolta. Þegar ég ákvað að halda áfram að spila fótbolta kom ég alltaf aftur og aftur að Íslandi og mér fannst Jesú kalla mig til Íslands."

„Ég bað og var þolinmóð og það var skýrt að mínu mati að Jesú vildi að ég færi til Íslands. Ég þekkti OB (Valorie Nicole O´Brien), þjálfara okkar, síðan í við spiluðum saman síðastliðið sumar. Ég ræddi við hana og það gekk upp að koma á Selfoss og spila þar á þessu tímabili."


Lauren hefur skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjunum í Pepsi-deildinni í sumar. Hvernig finnst henni deildin vera?

„Ég vissi ekki við hverju átti að búast þegar ég kom til Íslands. Samanborið við háskólaboltann í Bandaríkjunum er mun meira um líkamlega baráttu hér. Ég elska ástríðuna hja liðunum hér, allir leikmenn elska fótbolta og sýna það í leik sínum. Ég hef elskað að spila fótbolta, með liðsfélögum og andstæðingum, sem leggja hart að sér og spila af ástríðu," sagði Lauren sem kann vel við sig á Íslandi.

„Lífið á Íslandi hefur verið skemmtileg tilbreyting frá lífinu í Texas og í Rice. Það er mjög fallegt hér og allt öðruvísi en ég á að vera vön. Ég elska að eiga frítíma með Jesú á hverjum degi og eiga tíma til að hvílast vel. Þegar við eigum frítíma þá get ég skoðað svo marga fallega staði. Það hefur verið yndislegt á Íslandi hingað til þó svo að ég sakni þess að hafa hita og sól eins og í Texas."

Selfoss er með sex stig eftir þrjár umferðir í Pepsi-deildinni en hversu langt getur liðið náð í sumar.

„Liðið er mjög hæfileikaríkt og við höfum góða leiðtoga í leikmannahópnum og í þjálfurunum. Þegar við spilum okkar besta leik þá höfum við trú á að við getum unnið þessa deild. Áfram Selfoss," sagði Lauren að lokum og greip í íslenskuna.

Verbúð 11 gefur verðlaun
Leikmaður umferðarinnar í Pepsi-deild kvenna fær 15 þúsund króna gjafabréf frá veitingastaðnum Verbúð 11 sem og kassa af Pepsi Max.

Sjá einnig:
Leikmaður 2. umferðar - Jeannette Williams (FH)
Leikmaður 1. umferðar - Harpa Þorsteinsdóttir (Stjarnan)
Athugasemdir
banner
banner