Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 25. maí 2016 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland í dag - Fjölnir mætir Val í beinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum í dag þar sem leikið verður um allt land.

Níu leikir verða spilaðir í Borgunarbikar karla og hefst kvöldið á viðureign Grindavíkur og KA, sem er báðum spáð góðu gengi í toppbaráttu Inkasso-deildarinnar í ár.

Það eru átta Pepsi-deildarlið sem koma við sögu í bikarnum í kvöld og er síðasti leikur kvöldsins stórleikur á Fjölnisvelli, þar sem Valur kemur í heimsókn. Það verður sýnt beint frá viðureigninni í Grafarvogi á Stöð 2 Sport.

ÍBV, ÍA, KR og Þróttur R. eiga einnig heimaleiki í bikarnum á meðan Fylkir og Víkingur R. eiga útileiki.

Þá eru fimm leikir á dagskrá í 4. deild og tveir leikir í 1. deild kvenna.

Miðvikudagur 25. maí
Borgunarbikar karla 2016
17:30 Grindavík-KA (Grindavíkurvöllur)
18:00 ÍBV-Huginn (Hásteinsvöllur)
18:00 Víðir-Sindri (Nesfisk-völlurinn)
19:15 KR-Selfoss (Alvogenvöllurinn)
19:15 Þróttur R.-Völsungur (Þróttarvöllur)
19:15 Keflavík-Fylkir (Nettóvöllurinn)
19:15 Haukar-Víkingur R. (Ásvellir)
19:15 ÍA-KV (Norðurálsvöllurinn)
20:00 Fjölnir-Valur (Stöð 2 Sport - Fjölnisvöllur)

4. deild karla 2016 A-riðill
20:00 Ýmir-Berserkir (Kórinn - Gervigras)
20:00 Árborg-Stokkseyri (JÁVERK-völlurinn)

4. deild karla 2016 D-riðill
20:00 Kría-Vatnaliljur (Vivaldivöllurinn)
20:00 Álftanes-Hamar (Bessastaðavöllur)
20:00 Kóngarnir-KH (Leiknisvöllur)

1. deild kvenna 2016 A-riðill
20:00 Fram-Þróttur R. (Framvöllur - Úlfarsárdal)
20:00 Skínandi-HK/Víkingur (Samsung völlurinn)
Athugasemdir
banner
banner
banner