Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. maí 2016 17:00
Fótbolti.net
Lið 3. umferðar í Pepsi-kvenna: Fjögur lið með tvo í liðinu
Guðný Árnadóttir er í liðinu eftir góða frammistöðu gegn KR.
Guðný Árnadóttir er í liðinu eftir góða frammistöðu gegn KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Karen Nóadóttir er í liðinu.
Karen Nóadóttir er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Fótbolti.net gerir Pepsi-deild kvenna góð skil í sumar. 3. umferðin í deildinni fór fram í gærkvöldi og nú er komið að því að opinbera lið 3. umferðarinnar.


Fylkir sótti stig í Garðabæ gegn Stjörnunni. Audrey Baldwin stóð sig vel í marki Fylkis og Huda Sigurðardóttir var einnig öflug hjá Árbæingum. Hjá Stjörnunni var Lára Kristín Pedersen best á miðjunni.

Þór/KA gerði 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Breiðabliks í Kópavogi en þær Karen Nóadóttir og Anna Rakel Pétursdóttir voru bestar þar. Anna Rakel skoraði skoraði jöfnunarmark Þórs/KA í leiknum. Hjá Blikum var það Fanndís Friðriksdóttir sem var best.

Valur náði í sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði ÍBV 1-0 í Eyjum. Elísa Viðarsdóttir og Elín Metta Jensen áttu góðan leik þar.

Selfoss sigraði ÍA 2-0 í Akraneshöllinni en sá leikur var færður inn vegna veðurs. Lauren Elizabeth Hughes var best í liði Selfyssinga en hún skoraði fyrra mark liðsins. Karítas Tómasdóttir átti einnig góðan leik en hún hefur byrjað mótið vel.

Í Vesturbæ hafði FH síðan betur gegn 1-0. Hin 16 ára Guðný Árnadóttir skoraði eina markið þar og átti einnig mjög góðan leik.

Úrvalslið 3. umferðar Pepsi-deildar kvenna
Audrey Baldwin (Fylkir)

Elísa Viðarsdóttir (Valur)
Karen Nóadóttir (Þór/KA)
Anna Rakel Pétursdóttir (Þór/KA)

Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Lára Kristín Pedersen (Stjarnan)
Karítas Tómasdóttir (Selfoss)
Guðný Árnadóttir (FH)

Elín Metta Jensen (Valur)
Lauren Elizabeth Hughes (Selfoss)
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner