Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mið 25. maí 2016 14:30
Hilmar Ásgeirsson, Viktor Elí Sturluson og Anton Kroyer
Mascherano tilbúinn að yfirgefa Barcelona fyrir Juventus
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Javier Mascherano er tilbúinn að yfirgefa herbúðir Barcelona eftir sex ára dvöl hjá félaginu.

Mascherano vill spila á miðjunni og ítölsku meistararnir í Juventus eru tilbúnir að bjóða honum það tækifæri.

Juventus eru búnir að hafa samband við Mascherano um félagaskipti í sumar og Argentínumaðurinn er tilbúinn að íhuga að yfirgefa Barcelona samkvæmt frétt Goal.com.

Luis Enrique, þjálfari Barcelona, bannaði Mascherano fyrir tveimur árum að fara til Napoli en þar bauð Rafa Banítez honum sæti á miðjunni. Eftir það lofaði Enrique honum spilatíma á miðjunni.

Þrátt fyir það hefur fyrrum Liverpool leikmaðurinn spilað nánast alla sýna 280 leiki fyrir Barcelona í vörninni vegna þess að það eru fáir aðrir valkostir þar hjá spænska stórveldinu.

Barca menn yrðu ekki sáttir með að missa einn sinn mikilvægasta leikmann en þeir eru samt opnir fyrir því að selja Mascherano til að eiga meiri pening fyrir næsta tímabil.

Kevin Gameiro, framherji Sevilla, er efstur á óskalista Barcelona en þeir eiga ekki efni á honum í augnablikinu. Sala á Mascherano gæti þó breytt því.
Athugasemdir
banner
banner
banner