Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. maí 2016 10:05
Magnús Már Einarsson
Ronaldo til Man Utd í sumar?
Powerade
Aftur á Old Trafford?
Aftur á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Hvert fer John Stones?
Hvert fer John Stones?
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho er að taka við Manchester United og ýmsar sögur fylgja því í slúðurpakkanum í dag.



Manchester United getur keypt Cristiano Ronaldo frá Real Madrid á 80 milljónir punda í sumar. (Daily Star)

Jose Mourinho vill fá Karim Benzema frá Real Madrid til Manchester United. (The Independent)

Zlatan Ibrahimovic, framherji PSG, verður efstur á óskalista Mourinho hjá United. (Daily Mail)

Mourinho vill fá miðvörð, hægri kantmann, miðjumann og framherja til Manchester United. Miðjumaðurinn á að vera nýr fyrirliði liðsins. (Daily Mirror)

Mourinho ætlar að berjast um John Stones varnarmann Everton en Manchester City og Barcelona hafa líka áhuga á honum. (Daily Telegraph)

David De Gea er tilbúinn að vera áfram hjá United undir stjórn Mourinho þrátt fyrir að framtíð Juan Mata sé í óvissu. (Manchester Evening News)

Ryan Giggs verður boðið að taka við U21 árs liði Manchester United eftir komu Mourinho til félagsins. (The Sun)

Vonir Chelsea um að fá Koke frá Atletico Madrid í sumar virðast vera úr sögunni en hann ætlar ekki að fara fet. (London Evening Standard)

Ronald Koeman er að gera nýjan tveggja ára samning við Southampton. (Daily Mirror)

Frank De Boer, fyrrum þjálfari Ajax, vill taka við Everton. (Liverpool Echo)

Roberto Di Matteo er líklegastur til að taka við Aston Villa. (Daily Telegraph)

Sven-Goran Eriksson vill að Roy Hodgson velji Marcus Rashford í enska landsliðið fyrir EM í sumar. (The Sun)

Chelsea hefur sagt Everton að gleyma því að félagið muni kaupa Romelu Lukaku á 65 milljónir punda. (Daily Express)

Andros Townsend gæti verið á förum frá Newcastle til Sporting Lisabon í Portúgal. (Daily Express)

Miðjumaðurinn ungi Sergi Canos gæti farið frá Liverpool eftir að samningaviðræður hans við félagið sigldu í strand. (Liverpool Echo)

Sunderland vill fá James Morrison frá WBA en hann verður samningslaus í sumar. Fyrrum félag hans Middlesbrough hefur líka áhuga. (Newcastle Chronicle)

Sunderland er að skoða Rachid Ghezzal, kantmann Lyon. (Sunderland Echo)

Crystsal Palace er að skoða David Santon, Cheick Tiote og Demba Ba sem spiluðu allir undir stjórn Alan Pardew hja Newcastle á sínum tíma. (Croydon Advertiser)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner