Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 17:00
Stefnir Stefánsson
4. deild: Álftanes skoraði sex gegn Drangey
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Álftanes 6 - 0 Drangey
1-0 Hreiðar Ingi Ársælsson '15
2-0 Bragi Þór Kristinsson '33
3-0 Kristófer Örn Kristjánsson '35
4-0 Finn Axel Hansen '65
5-0 Finn Axel Hansen '83
6-0 Hreiðar Ingi Ársælsson '93

Álftanes tók á móti Drangey í fyrstu umferð D-riðils 4.deildar.

Heimamenn voru ekki í miklum vandræðum en strax á 14. mínútu leiksins skoraði Hreiðar Ingi Ársælsson. Bragi Þór Kristinsson og Kristófer Örn Kristjánsson bættu við sitt hvoru markinu með tveggja mínútna millibili þegar rétt rúmur hálftími var liðinn af leiknum.

Staðan því 3-0 fyrir heimamenn í hálfleik og Guðni Th. Jóhannesson eflaust glottandi út að eyrum á Bessastöðum.

Finn Axel Hanssen kom álftnesingum síðan í 4-0 á 65. mínútu áður en hann bætti við öðru marki á 83. mínútu.

Hreiðar Ingi bætti við sínu öðru marki og sjötta marki gestanna í blálokin. 6-0 sigur heimamanna staðreynd og það verður fróðlegt að fylgjast með Álftanesi í sumar en þeir urðu einmitt Lengjubikarmeistarar C-deildar á undirbúningstímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner