Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2017 17:30
Stefnir Stefánsson
Arnór Ingvi skoraði í sigri Rapid Vín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi Traustason var á skotskónum fyrir Rapid Vín í Austurrísku deildinni í dag.

Lið hans Rapid Vín átti leik á útivelli gegn Mattersburg en fyrri leik voru liðin jöfn að stigum í 6. og 7. sæti deildarinnar með 40 stig hvort. Arnór Ingvi og félagar voru hinsvegar með töluvert betri markatölu.

Joelinton kom Rapid Vín yfir á 38. mínútu leiksins áður en að Alois Holler jafnaði leikinn fyrir Mattersburg aðeins þremur mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik.

Allt virtist stefna í 1-1 jafntefli en Arnór Ingvi fann þá skotskóna og kom Rapid Vín yfir á 84. mínútu.

Nedeljko Malic varð síðan fyrir því óláni að setja boltann í eigið net fyrir heimaliðið og 3-1 sigur Arnórs og félaga hans í Rapid Vín staðreynd.
Athugasemdir
banner