Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2017 09:50
Stefnir Stefánsson
United á eftir Renato Sanches
Powerade
Eftirsóttur
Eftirsóttur
Mynd: Getty Images
Það er brakandi ferskt slúður í dag á þessum ágæta uppstigningardegi.

Everton mun hlusta á tilboð í Ross Barkley, en félagið vill helst fá 50 milljónir punda fyrir hann en Tottenham hafa virðast meðal liða sem hafa áhuga.(Mirror)

Manchester United eru orðaðir við Renato Sanches miðjumann Bayern Munchen, en þeir mega búast við harðri samkeppni frá Juventus um kappann. (The Sun)

Juventus, Bayern, Tottenham og Manchester United eru öll á höttunum eftir Douglas Costa. (La Stampa)

Derek McInnes stjóri Aberdeen er talinn líklegastur að taka við stjórastarfi Sunderland eftir að David Moyes sagði starfi sínu lausu í vikunni. (Daily Mail)

Newcastle eru vongóðir um að fá til sín William Carvalho leikmann Sporting Lisbon í sumar. (Daily Star)

Ernesto Valverde sem mun að öllum líkindum taka við Barcelona á næstu vikum ætlar sér að leggja allt í sölurnar til að fá Ander Herrera leikmann Manchester United. (Metro)

Crystal Palace vilja að Marcos Silva taki við stjórastarfinu á Selhurst park (Guardian)

Sam Allardyce mun þurfa að greiða Crystal Palace tvær milljónir punda í bætur taki hann við öðru knattspyrnuliði innan næstu tveggja ára. (The Times)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner