Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fim 25. maí 2017 22:46
Mist Rúnarsdóttir
Elín Metta: Allar gráðugar í teignum
Elín Metta átti afbragðsleik í kvöld
Elín Metta átti afbragðsleik í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér fannst þetta bara mjög skemmtilegur leikur. Þær voru mjög ferskar og góðar þannig að það var fínt að setja nokkur mörk á þær samt sem áður,“ sagði Elín Metta Jensen en hún átti góðan leik í liði Vals sem vann 5-1 sigur á Grindavík. Valskonur hafa nú unnið tvo leiki í röð eftir strembna byrjun.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Grindavík

„Við reynum bara að halda í skemmtilegheitin og fjörið og ég held að það hafi alveg tekist í dag. Við tökum bara einn leik í einu núna og reynum að hafa gaman og njóta.“

Valsliðið hefur verið að spila nýja taktík í sigurleikjunum tveimur og Elín Metta segir það ganga vel þó enn sé verið að slípa leik liðsins.

„Mér finnst það bara ganga vel hjá okkur og við erum að venjast nýju kerfi. Mér finnst það bara ganga nokkuð vel og við erum ennþá að slípa þetta.“

Valur bauð upp á veislu fram á við og skoraði fimm mörk í leiknum. Elín Metta nefnir mark númer tvö sem mikilvægt og fagnar því einnig að liðið sé að skora eftir föst leikatriði.

„Það var mjög flott þegar að Margrét Lára sótti mark númer tvö. Það var mikilvægt mark. Svo komu hin einhvern veginn í kjölfarið.“

„Við erum náttúrulega með mjög sterka skallamenn og það eru allir mjög gráðugir þegar þeir mæta inn í teig, sem er gott og við uppskárum í dag,“
sagði Elín Metta meðal annars en nánar er rætt við hana í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner