Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2017 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Everton gefst upp á Barkley
Ross Barkley vill ekki framlengja samning sinn við Everton
Ross Barkley vill ekki framlengja samning sinn við Everton
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton hefur ákveðið að sætta sig við það að Ross Barkley framlengi ekki samning sinn við félagið og ákvað í leiðinni að setja 50 milljón punda verðmiða á leikmanninn. Þetta kemur fram í frétt The Mirror í dag.

Barkley, sem er 23 ára gamall, er uppalinn í Everton og hefur reynst liðinu afar mikilvægur síðustu ár en samningur hans rennur út á næsta ári og hefur hann engan áhuga á framlengingu.

Everton hefur verið í viðræðum við hann um nýjan samning í rúmt ár og ekkert gengið. Félagið bauð honum 100 þúsund í vikulaun sem myndi gera hann að launahæsta leikmanni félagsins en hann hafnaði því.

Nú hefur félagið sætt sig við þá ákvörðun Barkley en ef önnur félög vilja kaupa hann þá þurfa þau að borga uppsett verð eða 50 milljón pund.

Tottenham Hotspur og Manchester United hafa sýnt kappanum mikinn áhuga.

Everton er þegar farið að skoða sig um og gera ráð fyrir að hann yfirgefi félagið en Gylfi Þór Sigurðsson er sterklega orðaður við félagið og er talið víst að hann komi til með að fara þangað í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner