Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Fellaini vann flest skallaeinvígi og setti met
Marouane Fellaini með bikarinn í gær
Marouane Fellaini með bikarinn í gær
Mynd: Getty Images
Marouane Fellaini, leikmaður Manchester United á Englandi, setti met í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær, en hann átti flest unnin skallaeinvígi í leiknum.

Fellaini var í byrjunarliðinu í gær en hann hefur spilað sjö leiki í Evrópudeildinni á leiktíðinni og gerði eitt mark.

Hann var afar mikilvægur í gær og sýndi það með tölfræðinni en hann vann fimmtán skallaeinvígi í leiknum.

Hann sló þar með metið af unnum skallaeinvígum í leik frá því nafnið breyttist á deildinni en því var breytt árið 2009.
Athugasemdir
banner
banner
banner