Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Atletico: Ekkert tilboð komið í Griezmann
Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid
Antoine Griezmann, leikmaður Atlético Madrid
Mynd: Getty Images
Enrique Cerezo, forseti Atlético Madrid á Spáni, segir að ekkert lið hafi boðið í Antoine Griezmann, stórstjörnu liðsins. Þetta segir hann við RMC.

Griezmann hefur verið orðaður við Manchester United undanfarið ár en franski landsliðsmaðurinn sagði sjálfur ágætis líkur á að hann færi til United.

Forseti Atlético er ekki sammála því. Hann segir ekkert tilboð komið í Griezmann til þessa.

„Ummæli Griezmann koma ekki á óvart. Hann fær sömu spurningu ansi oft. Hann hefur aldrei sagt við mig að hann vilji fara og hann er á samning hér í nokkur ár til viðbótar," sagði Cerezo.

„Manchester United er ekki búið að ræða neitt við okkur og ekkert lið hefur þá komið til móts við klásúluna og ég efast um að nokkuð lið geri það," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner