Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fim 25. maí 2017 15:00
Stefnir Stefánsson
Gattuso: Ekki skref aftur á bak
Gennaro Gattuso
Gennaro Gattuso
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso, fyrrum leikmaður AC Milan, tók nýverið við þjálfun á unglingaliði félagsins. En hann segir það ekki skref aftur á bak á hans þjálfaraferli að taka við unglingaliðinu. En Gattuso hefur þjálfað FC Sion, Palermo, OFI Crete og nú síðast Pisa.

„Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun, þegar ég var beðinn um þetta hugsaði ég mig vel og vandlega um." sagði Gattuso.

„Ég tel ekki að þetta sé skref aftur á bak í mínum þjálfaraferli, ég held aftur á móti að þetta sé hárrétt ákvörðun. Ég er að fara að starfa fyrir félag sem vill ná aftur hæstu hæðum. Ég hlakka til að verða aftur partur af því." sagði Gattuso að lokum.

Þá sagði Gattuso einnig að fjölskylda sín væri mikilvæg og að hún hefði spilað inn í þessa ákvörðun hans.

„Á síðustu tveimur árum hjá Pisa hef ég tekið unga leikmenn og gert þá töluvert betri en þeir voru áður en ég kom. Ég vissi ekki að maður gæti náð svona miklu út úr ungum leikmönnum með því að láta þá æfa rétt. Ég er handviss um að ég muni gera slíkt hið sama hjá Milan." sagði Gattuso að lokum.
Athugasemdir
banner
banner