Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. maí 2017 17:45
Stefnir Stefánsson
Hjörtur Hermanns mátti sætta sig við tap í bikarúrslitum
Hjörtur og félagar í Bröndby biðu lægri hlut gegn FCK
Hjörtur og félagar í Bröndby biðu lægri hlut gegn FCK
Mynd: Getty Images
FCK 3 - 1 Bröndby
1-0 Andreas Cornelius '51
1-1 Teemu Pukki '61
2-1 Federico Santander '83
3-1 Andreas Cornelius '85

Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby mættu FCK í úrslitum dönsku bikarkeppninnar í dag. Gríðarlegur rígur er á milli þessara liða en þau eru bæði staðsett í Kaupmannahöfn.

Beðið var eftir leiknum með mikilli eftirvæntingu og það má með sanni segja að leikurinn hafi staðist væntingar.

Fjögur mörk litu dagsins ljós og þá fóru sjö gul spjöld á loft. Ekkert var skorað í fyrri hálfleik en á 51. mínútu leiksins kom framherjinn stóri og stæðilegi Andreas Cornelius boltanum í net Bröndby.

Það tók Bröndby ekki nema tíu mínútur að svara þessu en þar var að verki Teemu Pukki.

Þegar sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma kom Federico Santander, FCK aftur yfir. Bröndby gerðu hvað þeir gátu til að sækja og freista þess að jafna metin en í staðin refsaði Andreas Cornelius þeim grimmilega og gerði út um leikinn á 85. mínútu.

Hjörtur lék allann leikinn í hjarta varnarinnar hjá Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner