Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 25. maí 2017 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Hver er þessi Vinícius Júnior?
Vinícius Júnior í leik með brasilíska félaginu Flamengo
Vinícius Júnior í leik með brasilíska félaginu Flamengo
Mynd: Getty Images
Spænska stórliðið Real Madrid staðfesti í gær kaup á brasilíska ungstirninu Vinícius Júnior frá Flamengo. Madrídingar borga um 45 milljónir evrur fyrir manninn.

Júnior, sem er fæddur 12. júlí árið 2000, en hann er að leika sitt fyrsta tímabil með aðalliði Flamengo í efstu deild í Brasilíu.

Hann spilar stöðu framherja og komst meðal annars í fréttirnar í mars þegar hann spilaði með U17 ára landsliði Brasilíu á HM.

Júnior skoraði þá sjö mörk og var valinn besti leikmaður mótsins. Liðið vann fyrst B-riðil örugglega og tapaði ekki leik, svo í lokakeppninni vann liðið fjóra leiki af fimm og gerði eitt jafntefli.

Samtals hefur Júnior gerði 19 mörk í 22 landsleikjum með U17 ára landsliðinu.

Leikmaðurinn framlengdi samning sinn við Flamengo í maí en í honum kom fram að hann væri með klásúlu upp á 45 milljónir evra, eitthvað sem Real Madrid gat ekki staðist og ákvað að virkja hana.

Hann samdi við Madrídinga til 2022 en hann mun þó vera hjá Flamengo til næsta sumars. Hann verður á láni og mun opinberlega vera kynntur í júlí árið 2018.

Júnior er sagður með leikstíl sem svipar til Neymar sem leikur hjá Barcelona en Börsunga voru einmitt að etja kappi við Real Madrid um Júnior.

Hægt er að sjá myndskeið af honum hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner