Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2017 18:00
Stefnir Stefánsson
Iniesta óviss um framtíð sína hjá Barcelona
Mynd: Getty Images
Andres Iniesta, miðjumaður Barcelona, segist vera óviss með framtíð sína hjá félaginu. Samningur hans rennur út á næsta ári og honum hefur ekki verið boðinn nýr samningur.

Iniesta er búinn að vera mikið inn og út úr liði hjá undir stjórn Luis Enrique en hann hefur verið að glíma við vænan skerf af meiðslum.

„Ég mun virða samninginn sem ég gerði það er algjört lágmark fyrir mig. Það er það sem ég vil gera" sagði Iniesta þegar hann var spurður hvort hann ætlaði að færa sig um set.

Það eru auðvitað alltaf aðrir möguleikar í boði. En þetta snýst um að sýna virðingu. Ég er samt ekki að segja hvort ég muni endurnýja við Barcelona eða ekki." hélt Iniesta áfram.

„Ef við lítum á hvernig þetta tímabil er búið að þróast, hvernig allt hefur breyst ég hef lært að meta hluti sem ég spáði ekki í áður fyrr. Fyrir nokkrum vikum þá sagði ég að þegar sá tími kæmi að ég yfirgefi félagið þá vil ég gera það í sátt og samlyndi við alla hjá félaginu." sagði Iniesta en það er augljóst að hann ber mikla virðingu fyrir félaginu.

Hann kom fyrst til félagsins aðeins 12 ára gamall árið 1996, hann fór í gegnum La Masia akademíu liðsins og spilaði sinn fyrsta leik 18 ára gamall í október 2002.






Athugasemdir
banner
banner
banner