Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2017 16:15
Stefnir Stefánsson
Inkasso: Leiknir R. hafði betur gegn nöfnum sínum að austan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 2 - 0 Leiknir F.
1-0 Kolbeinn Kárason ('30)
2-0 Elvar Páll Sigurðsson ('55)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Rétt í þessu var að ljúka leik Leiknis liðanna tveggja í Inkasso-deildinni. Það voru Leiknir R. sem hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.

Leikurinn byrjaði nokkuð fjöruglega og á 19. mínútu fór Kolbeinn Kárason illa með dauðafæri þegar hann skallaði knöttinn í þverslánna fyrir opnu marki.

Á 30. mínútu dróg til tíðinda þegar að Elvar Páll gaf boltann fyrir mark gestanna og Robert í markinu neyddist til að kýla knöttinn upp í loft þar sem að Kolbeinn Kárason var fyrstur að átta sig og kom boltanum yfir línuna með brjóstkassanum.


Staðan var 1-0 heimamönnum í vil í hálfleik en þó nokkuð jafnræði með liðunum.

á 53. mínútu fengu heimamenn kjörið tækifæri til að tvöfalda forystu sína þegar að Romero braut á Brynjari Hlöðverssyni innan teigs og vítaspyrna dæmd. Kolbeinn Kárason tók vítið en hann lét Robert grípa vítaspyrnuna.

Það kom þó ekki að sök því að á aðeins tveimur mínútum síðar náðu heimamenn að koma knettinum aftur í net gestanna. Ísak Atli gerði þá vel og fann Elvar Pál Sigurðsson í fætur, hann bauð upp á hágæða fótavinnu og smellti boltanum í netið óverjandi fyrir Robert í marki Fáskrúðsfirðinga.

Leikurinn róaðist töluvert eftir þetta en þegar skammt var eftir af uppbótartímanum fengu gestirnir nú vítaspyrnu. En Eyjólfur Tómasson í marki heimamanna gerði virkilega vel og varði spyrnuna frá Kristni Snjólfssyni og í sömu andrá flautaði ágætur dómari leiksins leikinn af.
Athugasemdir
banner
banner