Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 25. maí 2017 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Klaassen: Erfitt þegar andstæðingurinn spilar svona
Davy Klaassen í baráttunni við Paul Pogba í gær
Davy Klaassen í baráttunni við Paul Pogba í gær
Mynd: Getty Images
Davy Klaassen, leikmaður Ajax í Hollandi, var ósáttur eftir 2-0 tapið gegn Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær.

Paul Pogba og Henrik Mkhitaryan sáu til þess að United náði í sinn þriðja titil í gær. Liðið hafði þegar unnið deildabikarinn og Samfélagsskjöldinn, svo liðið ákvað bæta við þriðja titlinum.

Klaassen var ósáttur með frammistöðu Ajax í gær.

„Við vorum ekki nógu góðir og þetta er erfitt gegn liði eins og Manchester United. Maður veit að þeir bíða og svo sparka þeir boltanum langt fram," sagði Klaassen.

„Við byrjuðum ekki vel. Við vorum meira með boltann eftir fimmtán mínútur eða svo en United beið bara og mörkin þeirra voru heppnismörk," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner