Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 11:00
Stefnir Stefánsson
Man Utd tileinkar fórnarlömbum hryðjuverkanna sigurinn
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur tileinkað fórnarlömbum hryðjuverkanna í Manchester sigurinn á Ajax sem tryggði liðinu sigur í Evrópudeildinni og þar af leiðandi sæti í Meistaradeild Evrópu að ári.

En sigurinn kom aðeins tveimur dögum eftir að 22 manns létust og enn fleiri særðust í sjálfsmorðssprengjuárás á tónleikum í Manchester Arena.

Félagið setti inn færslu á samskiptamiðilinn Twitter þar sem að stóð „Manchesterborg Sameinuð"

Jose Mourinho stjóri Manchester United sagði meðal annars, „Ef við þyrftum að velja að vinna þessa keppni, eða fólkið hefði lifað af þá tækjum við alltaf seinni kostinn, það er engin spurning"

Marcus Rashford framherji liðsins sem er fæddur og uppalinn í Manchester-borg sagði að sigurinn hefði verið fyrir borgina. Paul Pogba tók í sama streng og sagði „við spiluðum í kvöld fyrir fólkið sem lést."

Þá hvatti fyrirliði liðsins Wayne Rooney fólk til að hjálpa til og leggja sitt af mörkum til fjölskyldna fórnarlambanna. Juan mata sagði að leikmennirnir hefðu einbeitt sér að því að reyna að vinna leikinn til að bæta andann sem ríkir í borginni þó það væri ekki nema í nokkra klukkutíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner