Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 15:30
Stefnir Stefánsson
Mourinho: Ekki nógu gott svo ég eigi skilið að vera hér
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að hann eigi helling eftir á tanknum og þegar kemur að árangri þá líður honum hjá United eins og hann sé 'nobody'.

Mourinho landaði sínum 25 bikar á ferlinum þar af þriðja bikar hjá United þegar að lið hans sigraði Ajax í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gærkvöldi.

Mourinho var brattur fyrir leik en hann talaði meðal annars um að hann stefndi á að þjálfa þar til hann væri orðinn sjötugur, en Mourinho er einungis 55 ára gamall núna.

„Ég var mjög heppinn hvernig ferill minn þróaðist" sagði Mourinho.

„Ég hef fengið að upplifa erkifjendaslagi útum alla Evrópu, á Spáni, Portúgal, Englandi og þá hef eg einnig fengið að upplifa bikarúrslitaleiki alls staðar þar sem ég hef farið. Það er frábær lífsreynsla" hélt Mourinho áfram.

„Mér líður eins og algjörum 'nobody'. Mér finnst ég alltaf þurfa að sanna mig. Mér líður eins og það sem ég sé búinn að gera fyrir Man Utd ekki vera nærri því nógu gott til að ég eigi skilið að vera hér." sagði Mourinho að lokum.



Athugasemdir
banner
banner
banner