Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 25. maí 2017 21:00
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Ólafur Örn stýrði sínu liði til sigurs gegn Viking í bikarnum
Ólafur Örn í leik með Grindavík
Ólafur Örn í leik með Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Örn Bjarnason þjálfari Egersund í Noregi gerði góða hluti í norska bikarnum í dag og sló út úrvalsdeildarlið Viking.

Egersund er í C-deildinni í Noregi á meðan Viking er á botni norsku úrvalsdeildarinnar.

Ólafur Örn tók við Egersund í nóvember en tímabilið hefur ekki farið vel af stað í deildinni. Liðið er í 9. sæti í sínum riðli með sjö stig. Egersund hefur unnið aðeins einn leik og gert fjögur jafntefli.

Áður þjálfaði Ólafur Örn Fyllingsdalen en hann þjálfaði einnig Grindavík í Pepsi-deildinni áður en hann fór til Noregs.

Ólafur Örn er uppalinn hjá Grindavík og var þar áður en hann fór til sænska félagsins Malmö. Þar stoppaði hann stutt við áður en hann fór til Brann í Noregi þar sem hann gerði garðinn frægann.

Með Brann varð hann norskur meistari árið 2007 en hann er leikjahæsti erlendi leikmaðurinn í sögu Brann. Ólafur Örn lék einnig með Fram undir lok ferilsins.
Athugasemdir
banner
banner