fim 25. maí 2017 16:30
Stefnir Stefánsson
Pepsi kvenna: Þór/KA styrkti stöðu sína á toppnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 3 - 1 ÍBV
1-0 Hulda Ósk Jónsdóttir ('17)
1-1 Sigríður Lára Garðarsdóttir ('37, víti)
2-1 Sandra Mayor ('81)
3-1 Sandra María Jessen ('86)

Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn.

Leik Þórs/KA og ÍBV var að ljúka rétt í þessu fyrir norðan. Fyrir leik voru Akureyringar á toppi Pepsi-deildarinnar en ÍBV í fjórða sæti með tíu stig.

Leikurinn var ekki nema 17. mínútna gamall þegar að Hulda Ósk Jónsdóttir hafði komið heimamönnum yfir eftir að hún kláraði skot/fyrirgjöf Sandra Maynor af stuttu færi.

Á 37. mínútu fengu gestirnir vítaspyrnu þegar að Zaneta Wyne tók uppá því að strauja Cloé Lacasse innan teigs. Sigríður Lára Garðarsdóttir fékk það verkefni að taka spyrnuna og hún skoraði af miklu öryggi.

Staðan var jöfn 1-1 þegar dómari leiksins flautaði til hálfleiks.

Það var ekki fyrr en á 81. mínútu sem að Þór/KA komst aftur yfir en þá skoraði Sandra Mayor eftir góða hornspyrnu Natalia Gomez.

Fimm mínútum síðar skallaði Sandra María Jessen aukaspyrnu Natalia Gomez í netið og skyndilega staðan orðin 3-1.

Það reyndust lokatölur í þessum leik og það er fátt sem virðist getað stoppað Þór/KA þessa stundina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner