Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 25. maí 2017 21:14
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Pepsi kvenna: Valur og Stjarnan með örugga sigra
Katrín skoraði tvö mörk í kvöld
Katrín skoraði tvö mörk í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld þegar Íslandsmeistarar Stjörnunnar heimsóttu FH-inga í Kaplakrika og Valur fékk nýliða Grindavíkur í heimsókn.

Leikurinn byrjaði rólega í Kaplakrika en eftir tæplega hálftíma leik fór leikurinn á flug. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins og kom Stjörnunni yfir en Caroline Murray var ekki lengi að jafna metinn.

Tveimur mínútum eftir jöfnunarmarkið skoraði Katrín aftur, nú úr vítaspyrnu og staðan orðin 2-1. Skömmu fyrir hálfleik skoraði Donna Key Henry þriðja mark Íslandsmeistaranna og staðan 3-1 í hálfleik.

Á 81. mínútu leiksins fékk Ana Victoria Cate að líta á rauða spjaldið fyrir að sveifla hendinni í átt að leikmanni FH.

FH tókst ekki að nýta sér liðsmuninn og lokatölur 3-1. Stjarnan er nú með 16 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en liðin mætast einmitt í næstu umferð í risaleik. FH er í 6. sæti.

Á Hlíðarenda áttust við Valur og Grindavík. Arna Sig Ásgrímsdóttir kom Valskonum yfir á 19. mínútu og markadrottningin Margrét Lárar Viðarsdóttir tvöfaldaði forystuna á 32. mínútu.

Undir lok fyrri hálfleiksins fengu Grindavík vítaspyrnu og úr henni skoraði Sara Hrund Helgadóttir, staðan orðin 2-1. Hins vegar í næstu sókn náði Valur aftur tveggja marka forystu með marki frá Málfríði Ernu Sigurðardóttur.

Valskonur héldu áfram í síðari hálfleik og Elín Metta Jensen skoraði fjórða markið í upphafi hálfleiksins. Fimmta markið kom á 77. mínútu en það skoraði Ariana Calderon. Lokatölur 5-1.

Þetta var annar sigurleikur Vals í röð og er liðið komið í fimmta sæti með níu stig. Grindavík er í sjöunda sæti með sex stig.

FH 1 - 3 Stjarnan
0-1 Katrín Ásbjörnsdóttir ('29)
1-1 Caroline Murray ('31)
1-2 Katrín Ásbjörnsdóttir ('33, víti)
1-3 Donna Key Henry ('41)
Rautt spjald: Ana Victoria Cate, Stjarnan ('81)

Valur 5 - 1 Grindavík
1-0 Arna Sif Ásgrímsdóttir ('19)
2-0 Margrét Lára Viðarsdóttir ('32)
2-1 Sara Hrund Helgadóttir ('45, víti)
3-1 Málfríður Erna Sigurðardóttir ('45)
4-1 Elín Metta Jensen ('50)
5-1 Ariana Calderon ('77)


Athugasemdir
banner
banner
banner