banner
   fim 25. maí 2017 12:30
Stefnir Stefánsson
Rooney gefur 100 þúsund pund til fórnarlambanna
Wayne Rooney
Wayne Rooney
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United, hefur ákveðið að styrkja fórnarlömb og fjölskyldur þeirra með því að gefa 100 þúsund pund til fórnarlamba og fjölskyldna þeirra.

Upphæðin, kemur úr styrktarsjóði sem hann hafði sett upp og miðar að því að styðja við og hjálpa fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra sem létu lífið eða særðust í hryðjuverkaárásinni á Manchester Arena á mándaginn.

Í yfirlýsingu sem fylgdi styrknum sagði Rooney, „Það eru augnablik í lífinu sem að snerta þig strax mjög djúpt. Atburðirnir á mánudaginn var eitt af þessum augnablikum í mínu lífi."

„Eins og margir aðrir þá hef ég notið góðra stunda á Manchester Arena, og oftar en ekki með fjölskyldu minni." bætti Rooney við.

„Sem faðir, er ég í áfalli fyrir því að kvöld sem átti að vera ekkert nema skemmtun og gleði hafi endað í slíkum hrylling. Ég samhryggist öllum sem eiga um sárt að binda." sagði fyrirliðinn að lokum.








Athugasemdir
banner
banner
banner