Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 25. maí 2017 19:30
Bjarni Þórarinn Hallfreðsson
Rooney með mörg tilboð á borðinu
Flestir eru á því að Rooney hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd
Flestir eru á því að Rooney hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Man Utd
Mynd: Getty Images
Wayne Rooney, fyrirliði Manchester United segir að hann sé að mestu leiti búinn að ákveða framtíð sína hjá félaginu.

Rooney spilaði ekki mikið á þessu tímabili fyrir Manchester United og byrjaði aðeins 15 leiki. Hann kom inn á sem varamaður á lokamínútunum í gærkvöldi er Manchester United vann Evrópudeildina eftir 2-0 sigur á Ajax.

„Það eru mörg tilboð á borðinu, bæði frá Englandi og útlöndum," sagði Rooney

Rooney, sem er markahæsti leikmaður í sögu Manchester United sagði hins vegar að hann myndi aðeins fara til uppeldisfélags síns, Everton ef hann verður áfram í ensku úrvalsdeildinni.

Ronald Koeman, stjóri Everton og Steve Walsh, yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu hafa báðir sagt opinberlega að þeir séu áhugasamir fyrir því að fá Rooney aftur til félagsins ef hann verður laus.

Rooney var keyptur til Manchester United frá Everton árið 2004 á 27 milljónir punda og hefur leikið meira en 550 leiki fyrir félagið og þá sló hann 44 ára markamet Sir Bobby Charlton á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner