Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 25. maí 2017 13:30
Stefnir Stefánsson
Totti leggur skóna á hilluna
Goðsögn
Goðsögn
Mynd: Getty Images
Francesco Totti fyrirliði og goðsögn hjá AS Roma, segir að ást hans fyrir fótbolta muni aldrei hverfa, en hann hefur staðfest það á sunnudaginn mun hann leggja skóna á hilluna.

Totti sem er orðinn 40 ára gamall hefur ákveðið að segja þetta gott en hann hefur verið í herbúðum Roma allan sinn feril eða í 27 ár.

Hann hefur skorað 307 mörk í 783 leikjum, síðan að hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið í mars 1993 þá aðeins 16 ára gamall.

„Ég get ekki útskýrt fyrir ykkur hvaða þýðingu Romalitirnir hafa fyrir mig og munu alltaf hafa." skrifaði Totti á samfélagsmiðilinn Twitter í dag.

„Ég finn það að ást mín á leiknum mun aldrei dofna. Þetta er ástríða, mín ástríða," bætti Totti við.

„Á mánudaginn tekur við nýtt hlutverk og nýr kafli fyrir mig. Og ég er tilbúinn í nýja áskorun. Leikur Roma og Genoa á sunnudaginn verður síðasta skiptið sem að ég klæðist Roma-treyjunni sem leikmaður."

Totti hefur unnið heimsmeistaratitil með Ítalska landsliðnu árið 2006, þá hefur hann einusinni unnið deildina með Roma og bikarinn tvívegis.
Athugasemdir
banner
banner
banner