Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   fim 25. maí 2017 23:51
Mist Rúnarsdóttir
Úlfur Blandon: Gott að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu
Úlfur var ánægður með sína leikmenn
Úlfur var ánægður með sína leikmenn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur Blandon, þjálfari Vals, var að vonum ánægður eftir 5-1 stórsigur á Grindavík fyrr í kvöld.

„Við erum bara ánægð með þennan leik í dag. Við lögðum upp með að eiga góðan leik í dag og það gekk eftir.“

„Gameplanið var bara að njóta þess að spila fótbolta. Skora mörk og nýta öll þessi föstu leikatriði sem við fáum í leikjum. Við skoruðum þrjú mörk úr föstum leikatriðum og ætluðum okkur að gera eitthvað þar þannig að ég er ánægður með að hlutirnir gengu eftir,“
sagði þjálfarinn í samtali við Fótbolta.net.

Lestu um leikinn: Valur 5 -  1 Grindavík

Valur hafði tögl og hagldir á leiknum og var komið í nokkuð þægilega 2-0 stöðu þegar Grindavík fékk dæmda vítaspyrnu. Vítið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti enda höfðu gestirnir lítið látið að sér kveða á vallarhelmingi andstæðinganna fram að þessu. Við spurðum Úlf út í vítið en honum fannst liðið sitt bregðast vel við.

„Ég sá ekki hvort að þetta var víti ef þú ert að spyrja að því. Það kom ekki neitt við okkur því að við skoruðum mark þarna í kjölfarið, bara 20 sekúndum eftir að þær voru búnar að skora. Ég held að það hafi ekki haft nein áhrif á okkar lið að fá þetta mark á okkur. Við erum með gott lið og kunnum að snúa vörn í sókn og við gerðum það,“ sagði Úlfur sem var ánægður með spilamennsku Valskvenna í leiknum.

„Mér fannst við heilt yfir vera mjög góðar. Við létum boltann rúlla vel á milli kanta og spiluðum alvöru fótbolta. Sköpuðum okkur fullt af góðum sóknum og tækifærum til þess að klára leikinn og skoruðum fimm mörk. Ég held að það séu allir bara ánægðir með þennan leik í dag.“

Valur hefur spilað nýtt leikkerfi í tveimur síðustu leikjum og við spurðum út í hugmyndina þar á bakvið.

„Við förum bara inn í þennan leik og síðustu tvo leiki með það að leiðarljósi að vinna leikina. Ef við þurfum að laga eitthvað til í okkar skipulagi eða okkar kerfi eða hvað sem við gerum. Ef það virkar, þá höldum við bara áfram. Þær eru mjög móttækilegar fyrir nýjum hlutum og það er gott að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu heldur en eitt kerfi og við erum búin að nýta þetta vel.“

Valsarar gengu frá leiknum nokkuð snemma og Úlfur gat því leyft sér að gera breytingar fljótlega í síðari hálfleik og hvíla lykilmenn. Fyrirliðinn Margrét Lára virtist ekkert kampakát með að vera tekin af velli eftir tæplega klukkustundarleik en Úlfur segir mikilvægt að geta hvílt leikmenn í því þétta leikjaprógrammi sem er í gangi.

„Við erum í mjög þungu prógrammi og þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum auðvitað að spila leiki í næstu viku sem skipta líka máli og ef ég get hvílt leikmenn og látið þá ná orkunni sinni til baka þá geri ég það. Þetta er mjög þungt prógramm núna í byrjun og við viljum halda öllum heilum,“ sagði Úlfur meðal annars.

Að lokum spurðum við Úlf um innkomu Katrínar Gylfadóttur en hún spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Valsliðið í sumar, nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún stundar nám.

„Mér fannst hún mjög góð í dag og var sáttur við hennar framlag. Standið á henni er bara fínt. Hún er að koma að utan úr skóla og er búin að vera að æfa og hún kemur með gæði inn í Valsliðið.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Úlf í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner