fim 25. maí 2017 14:00
Stefnir Stefánsson
Zlatan vill ekki staðfesta að hann verði hjá United
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Manchester United, segir að hann sé einungis nokkrum vikum frá því að geta byrjað að æfa aftur en þá vildi hann ekki staðfesta að hann yrði áfram hjá United.

Zlatan sem var keyrður um Vinavelli með gips og hækjur þegar liðið fagnaði sigrinum í Evrópudeildinni í gærkvöldi og því verður að teljast ólíklegt að það geti staðist að hann snúi aftur innan nokkurra vikna.

„Ég mun leggja hart að mér, ég verð snúinn aftur innan nokkurra vikna." sagði Svíjinn í samtali við blaðamenn eftir leikinn í gær.

Aðspurður að því hvort að hann yrði áfram hjá United svaraði hann „Góð spurning, þetta kemur allt saman í ljós við þurfum bara að bíða og sjá."

Zlatan skoraði 28 mörk fyrir United á tímabilinu, þar af voru tvö í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner