Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. maí 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Best í 4. umferð: Ég og systir mín erum á sömu blaðsíðu
Rio Hardy (Grindavík)
Rio Hardy skorar sigurmarkið í gær.
Rio Hardy skorar sigurmarkið í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík vann óvæntan 3-2 útisigur á Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í gær. Enski framherjinn Rio Hardy stimplaði sig inn með því að skora tvö mörk.

Hún er leikmaður 4. umferðar á Fótbolta.net.

„Ég var mjög ánægð með leikinn í gær. Það var gott að fá þrjú stig í fyrsta leik mínum," sagði Rio en hún samdi við Grindavík í vor.

„Ég kom til Íslands til að spila með Grindavík, vinna leiki og skora mörk. Þetta er líka tækifæri til að búa í öðru landi og spila fótbolta."

Rio hefur verið í háskólaboltanum í Bandaríkjunum en hún fékk leikheimild með Grindavík í vikunni. „Íslenskur fótbolti hentar mér vel hingað til. Það er gott að komast aftur í evrópska leikstílinn."

Grindavík náði í fyrstu stig sumarsins í gær og Rio horfir bjartsýn á framhaldið.

„Ég tel að við getum unnið fleiri leiki en við tökum bara einn leik fyrir í einu," sagði Rio.

Steffi Hardy, systir Rio, er varnarmaður en hún var einnig öflug í leiknum í gær.

„Það er frábært að spila með systur minni. Við erum alltaf á sömu blaðsíðu þegar við sendum boltann á hvor aðra," sagði Rio létt í bragði.

Domino's gefur verðlaun
Leikmenn umferðarinnar í Pepsi-deild karla og kvenna fá Pizzu veislur frá Domino's í sumar.

Fyrri leikmenn umferðar
Leikmaður 3. umferðar - Jasmín Erla Ingadóttir (FH)
Leikmaður 2. umferðar - Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Leikmaður 1. umferðar - Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Athugasemdir
banner
banner