Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. maí 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ingimar Elí spilar ekki meira með HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingimar Elí Hlynsson hefur leikið sinn síðasta leik fyrir HK í bili. Hann flytur til Englands vegna vinnu.

Ingimar á tvö tímabil að baki með HK þar sem hann lék 24 leiki í Inkasso-deildinni auk tveggja á þessu tímabili. Hans síðasti leikur var 3-1 sigur gegn Þrótti R. í gærkvöldi.

Ingimar kom í Kópavoginn frá ÍA þar sem hann fór upp um deild með Skagamönnum 2014. Sumarið 2015 lék hann 11 leiki í Pepsi-deildinni og enduðu Skagamenn um miðja deild.

Ingimar er uppalinn Ólafsfirðingur og kom upp gegnum æskulýðsstarf Leifturs. Hann hefur einnig leikið fyrir KF og BÍ/Bolungarvík.




Athugasemdir
banner
banner