Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 25. maí 2018 21:06
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Inkasso: Jafntefli niðurstaðan hjá ÍA og Njarðvík
Magnús Þór Magnússon jafnaði fyrir Njarðvík í lokin.
Magnús Þór Magnússon jafnaði fyrir Njarðvík í lokin.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
ÍA 2 - 2 Njarðvík
0-1 Stefán Birgir Jóhannesson ('4 )
1-1 Stefán Teitur Þórðarson ('36 )
2-1 Andri Adolphsson ('66 )
2-1 Andri Fannar Freysson ('74 , misnotað víti)
2-2 Magnús Þór Magnússon ('86 )

Síðari leikur dagsins í Inkasso deildinni fór fram á Akranesi þar sem heimamenn í ÍA og Njarðvík mættust.

Fyrsta mark leiksins kom eftir aðeins fjórar mínútur en Stefán Birgir Jóhannesson kom þá gestunum í Njarðvík yfir. Skagamönnum tókst svo að jafna fyrir hálfleik en það gerði Stefán Teitur Þórðarson á 36. mínútu.

Síðari hálfleikur var nokkuð fjörugur líkt og sá fyrri og Skagamenn komust yfir á 66. mínútu en þá skoraði Andri Adolphsson. Nokkrum mínútum síðar fengu gestirnir víti, Andri Fannar Freysson fór á vítapunktinn en skot hans fór í slánna.

En þegar fjórar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Magnús Þór Magnússon fyrir gestina úr Njarðvík og 2-2 jafntefli reyndist niðurstaðan á Akranesi í kvöld.

ÍA er nú jafnt HK að stigum í 2. sæti með 10 stig, Njarðvík er hins vegar í 5. sæti með 5 stig.
Athugasemdir
banner
banner