Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. maí 2018 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Jon Walters yfirgefur Burnley í sumar
Walters gerði 62 mörk í 271 leik fyrir Stoke.
Walters gerði 62 mörk í 271 leik fyrir Stoke.
Mynd: Getty Images
Jonathan Walters, sóknarmaður Burnley, mun yfirgefa félagið í sumar eftir aðeins eitt tímabil með Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum.

Walters fékk afar lítið að spila fyrir Burnley og meiddist, en í heildina lék hann fimm leiki fyrir félagið á tímabilinu. Samningur hans rennur út næsta sumar.

Walters er írskur og verður 35 ára gamall í haust. Hann var keyptur á þrjár milljónir punda í fyrra.

„Ég kom úr meiðslum fyrir nokkru síðan en er aldrei valinn. Það er mjög erfitt, en ég get ekki kvartað því liðið stóð sig frábærlega án mín. Stjórinn veit að ég er klár í slaginn ef hann þarfnast krafta minna," sagði Walters.

„Ég hitti stjórann og við ræddum málin. Samtalið var ekki flókið, ég ætla að finna mér nýtt félag í sumar."

Walters er í írska landsliðshópnum sem mætir Frakklandi og Bandaríkjunum í næstu viku.

„Ég hlakka til að spila fyrir landsliðið. Það er búið að vera mjög erfitt að spila ekki um helgar, ég hlakka til að fá að spreyta mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner