Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fös 25. maí 2018 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Klopp: Reynslan er ekki allt
Mynd: Getty Images
Það er stórleikur framundan hjá Jurgen Klopp og lærisveinum hans í Liverpool en þeir mæta á morgun Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Real Madrid hefur unnið Meistaradeildina síðustu tvö ár en Klopp telur að reynslan þeirra muni ekki skipta miklu máli á morgun.

„Að vera með reynslu er mjög miklvægt og ég held að leikmenn Real Madrid muni vera mun rólegri síðustu sekúndurnar fyrir leikinn en við munum vera. En það er ekkert til að hafa áhyggjur af vegna þess að úrslitin ráðast ekki á þessum sekúndum."

„Við erum búnir að fá tvær vikur til að undirbúa okkur fyrir þennan leik og allt er klárt. Við erum búnir að sjá Real Madrid spila gegn öðrum liðum og hugsað, vá þeir eru góðir. En þeir hafa ekki enn spilað við okkur," sagði Klopp.

„Við erum Liverpool, við erum ekki aðeins gott fótboltalið. Við erum með það í genunum að ætla okkur stóra hluti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner