Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 25. maí 2018 16:30
Magnús Már Einarsson
Klopp: Tveir þjálfarar í úrslitum sem vita ekkert um taktík
Jurgen Klopp á æfingu í Kiev í dag.
Jurgen Klopp á æfingu í Kiev í dag.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar annað kvöld þar sem liðið mætir Real Madrid.

Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, hefur fengið gagnrýni fyrir að vera ekki nægilega klár taktískur þjálfari og Klopp var spurður út í það.

„Ef fólk telur að Zinedine Zidane viti ekki nógu mikið um taktík...fólk segir það sama um mig. Tveir þjálfarar í úrslitum sem hafa ekki hugmynd um taktík. Hvað myndi það segja um leikinn," sagði Klopp léttur og uppskar hlátur frá fréttamönnum.

„Zidane er einn af fimm bestu leikmönnum sögunnar. Ég hef verið lengur hjá Liverpool en hann hjá Real Madrid og hann er að reyna að vinna Meistaradeildina í þriðja skipti. Það hefur aldrei gerst áður hjá þjálfara. Hann er frábær þjálfari eins og hann var sem leikmaður."

„Leikmannahópur hans vinnur saman eins og klukka frá Sviss. Ég hef séð þá spila oft og þetta er stórkostlegur fótbolti. Hann er skipulagður þegar á þarf að halda en það getur líka verið óreiða."

Athugasemdir
banner