Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 25. maí 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Kristján Atli: Það verða sett spurningamerki á Klopp ef Liverpool tapar
Klopp á æfingu í Kænugarði í dag.
Klopp á æfingu í Kænugarði í dag.
Mynd: Getty Images
Kristján Atli er til hægri á myndinni.
Kristján Atli er til hægri á myndinni.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hitað var upp fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar, komandi viðureign Real Madrid og Liverpool, við enska hringborðið í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 síðasta laugardag.

Smelltu hér til að hlusta en upphitunin fyrir leikinn hefst eftir um 22 mínútur.

Kristján Atli Ragnarsson, sérfræðingur þáttarins um Liverpool, segir að spænska stórliðið sé sigurstranglegra í leiknum.

„Í sjö af tíu skiptum vinnur Real Madrid lið Liverpool í úrslitum. Þeir eru með einn af tveimur leikmönnum í heiminum sem geta litið niður á Mo Salah í dag. Eins geggjað tímabil og Salah er að eiga þá er Ronaldo enn betri. Þetta er fjórði úrslitaleikur Real á fimm árum og þeir hafa unnið hina þrjá," segir Kristján.

„Þó Real hafi ekki farið hátt í La Liga á þessu tímabili þá er liðið samt hærra en Liverpool í sinni deild. Ef Liverpool hittir á einhverja af þessum þremur dögum þá mun Real samt ekki eiga möguleika. Það gilti gegn Porto, City og Roma. Spurningin er: Getur Liverpool gert það eina ferðina enn?"

„Klopp hugsar þannig sem stjóri að hann er til í að segja við Real Madrid: 'Skorið meira en við, ég mana ykkur' - Hann er búinn að búa til lið sem hugsar þannig. Liverpool er aldrei að fara að vinna þennan úrslitaleik 1-0. Ef Liverpool vinnur verður þetta markasúpa," segir Kristján.

Hann fer fögrum orðum um þann árangur sem Liverpool hefur náð undir stjórn Klopp.

„Miðað við allt sem gekk á í vetur þá tel ég að Klopp hefði ekki getað gert betur með þetta lið í vetur, þó auðvitað vilji menn meira en 4. sæti í deild. Hann nær Meistaradeildarsæti annað árið í röð og þriðja úrslitaleikinn sinn á rétt rúmlega tveimur og hálfu tímabili með Liverpool. Það er ekki hægt að fara fram á meira."

„Eina spurningin sem maður setur er hvað hann hefur tapað mörgum úrslitaleikjum. Hann tapaði hinum tveimur með Liverpool. Ef Liverpool tapar gegn Real Madrid kallar enginn á dómstóla á þetta fótboltalið. En það verða sett spurningamerki við Klopp og getu hans til að koma sér yfir línuna. Hann er kannski undir meiri pressu en liðið. Klopp á möguleika á því að verða ódauðlegur hjá Liverpool með sigri í þessum leik," segir Kristján Atli.

Sjá einnig:
Enska hringborðið - Lokauppgjör og upphitun fyrir risaleiki
Líkleg byrjunarlið Real Madrid og Liverpool
Láttu vaða - Ertu klár fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar?
Landsliðsmenn spá í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid
Athugasemdir
banner
banner