Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. maí 2018 16:45
Fótbolti.net
Lið 4. umferðar í Pepsi-kvenna: Óvænt úrslit
Grindavík vann Stjörnuna í Garðabæ og skellti í liðsmynd eftir leik.
Grindavík vann Stjörnuna í Garðabæ og skellti í liðsmynd eftir leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Jóhannsdóttir er í liðinu.
Alexandra Jóhannsdóttir er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
4. umferðinni í Pepsi-deild kvenna lauk í gær en óvænt úrslit litu dagsins ljós í þessari umferð. Botnlið Grindavíkur vann Stjörnuna óvænt á útivelli þar sem tvíburasysturnar Rio og Steffi Hardy voru frábærar. Ray Anthony Jónsson er einnig þjálfari umferðarinnar.


Selfoss náði einnig í sinn fyrsta sigur í sumar þegar liðið skellti FH 4-1. Eva Lind Elíasdóttir, Karitas Tómasdóttir og Brynja Valgeirsdóttir áttu allar góðan leik þar.

Lillý Rut Hlynsdóttir skoraði og átti góðan leik þegar Þór/KA lagði KR 2-0 en Hrafnhildur Agnarsdóttir varði vel og kom í veg fyrir fleiri mörk hjá Norðanstúlkum.

Stefanía Ragnarsdóttir var frábær á miðjunni í sigri Vals á HK/Víkingi. Elín Metta Jensen átti einnig góðan leik þar.

Alexandra Jóhannsdóttir og Andrea Rán Hauksdóttir stjórnuðu síðan umferðinni á miðjunni þegar topplið Breiðabliks vann ÍBV.
Athugasemdir
banner
banner
banner