Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 25. maí 2018 10:42
Magnús Már Einarsson
Maradona: Verður ekki auðvelt gegn Íslandi
Icelandair
Diego Maradona.
Diego Maradona.
Mynd: Getty Images
Diego Maradona, einn besti leikmaður sögunnar, hefur áhyggjur af sínum mönnum í Argentínu fyrir HM í sumar. Argentína er í D-riðli með Íslandi, Króatíu og Nígeríu.

„Ég hef miklar áhyggjur. Vonandi gengur vel í fyrstu umferðunum. Þá mætum við Íslandi, Nígeríu og Króatíu og þaðer ekki auðvelt," sagði Maradona við Abu Dhabi Sport.

„Við erum með lið sem er með enga reynslu, engan leiðtoga og ekkert leikplan."

Þrátt fyrir að hafa sjálfur ekki náð mögnuðum árangri sem þjálfari Argentínu þá hikar Maradona ekki við að gagnrýna núverandi þjálfara Jorge Sampaoli.

„Ég fékk þær fréttir að Argentína vilji spila 2-3-3-2. Það er fáránlegt. Það er kerfi sem var spilað 1930."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner